
Flúðafjör með fjölskyldunni
Við bjóðum krökkum frá 8-10 ára aldri velkomna í fallega og ævintýralega flúðasiglingu frá Brúarhlöðum. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
VERÐ
Flúðasigling 17.990 kr.
Viðbótartilboð:
Bættu við borgara, drykk og frönskum +3.490 kr.
Innifalið er:
Flúðasigling niður Hvítá, aðgangur að heita pottum og saunaklefa.
Brottfarir
daglegar ferðir
klukkan 11:00 og 15:00
Frá maí - sept
Hafið samband ef þið viljið aðra tíma
TÍMALENGD FERÐAR
3 klst. frá Drumboddsstöðum.
8 klst. til og frá Reykjavík.
Aldurstakmark
Ferðin er ætluð fyrir 8 ára og eldri
STAÐSETNING
Drumboddsstaði River Base
806, Selfoss Sjá kort
Mæting er 15 mínútum fyrir brottför
ERFIÐLEIKASTIG
Létt - miðlungs erfiðleikar - mjög aðgengilegt flestum.
Hvítá er 2+ stig af 5 mögulegum.

BÓKA MEÐ FARI
Pikköpp frá Reykjavík innifalið. Upplifðu ógleymanlegt ævintýri í þessum heildar pakka með fari!

BÓKA ÁN FARS
Hittu okkur hjá Arctic Rafting, Drumboddsstöðum. Upplifðu sama ævintýrið á lægra verði!
Ferðalýsing
Komdu með alla fjölskylduna með okkur í Hvítá! Skemmtilegt fjör fyrir unga sem aldna, að koma í ána til að leika og hafa gaman. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa lengi vel verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg.
Ferðalagið hefst við Brúarhlöð, en þar fyrir neðan lygnast öldur árinnar og það gerir hana að fullkomnum vettvangi fyrir ævintýraferð fyrir krakka frá 8-10 ára aldri. Ef einhverjir fullorðnir í hópnum vilja fara alla leið þar sem stærri flúðirnar eru þá er það möguleiki. Þá er bókað Flúðafjör, þá siglir þú alla leið og hittir restina af fjölskyldunni þinni við Brúarhlöður og siglir svo með þeim niður rólegri hlutann. Þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á sama tíma!
Við siglum í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við förum í leiki, fáum jökulvatnsskvettur á okkur og höfum gaman.
Skemmtun í ánni fyrir alla fjölskylduna, allir í bátana!












Gott að vita
-
🌊 Fjölskylduvæn flúðasigling niður Hvítá með sérþjálfuðum leiðsögumanni.
🤿 Allur mikilvægur búnaður, blautgalli, björgunarvesti, neofren skór, hjálmur og ár.
🌁 Fljótandi heimsókn í gegnum Brúarhlöður
♨ Sána, heita pottar og sturta til að hlýja sér eftir ferðina
🥳 Upplifun í litlum hóp! Einungis 8-10 farþegar í hverjum flúðabát
-
Hlýja ullar- eða flíspeysu, ullarnærföt (föðurland) til að vera í undir blautgallanum og hlýja ullarsokka. Þetta gæti allt blotnað á meðan á ferðinni stendur. Við mælum ekki með því að klæðast bómullarfötum því þau halda ekki á þér hita ef þú blotnar.
Sundföt til að vera í undir neofren buxunum á ánni og í sánunni!
Föt til skiptanna! Eitthvað þurrt og þægilegt til að fara í eftir ána.
-
Það þarf að mæta á Drumboddsstaði amk 15 mínútum fyrir áætlaða brottför svo við höfum tíma til að fara yfir mikilvæg öryggisatriði og klæða okkur upp fyrir ferðina.
Þú getur greitt aukalega og bókað skutl til og frá Reykjavík frá fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Þá fer heildartíma ferðarinnar upp í 8 klukkustundir með skutlinu.
Þessi ferð hentar sérstaklega vel börnum sem eru 8-10 ára. Ef þú ert á ferð með börnum sem eru eldri en 11 ára og vilja enn meira ævintýri eru þau velkomin í Flúðafjörið okkar í fullri lengd. Þá ferð þarf að bóka sér en hún er farin á sama tíma svo öll fjölskyldan finni eitthvað sér við hæfi á sama tíma.
-
Drumbó (Drumboddsstaðir) eru höfuðstöðvar okkar þar sem allar flúðasiglingar hefjast.
Þar finnur þú:
Búningsherbergi
Sturtur
Heita potta
Sauna
Bar og kaffihús
Veitingastað
-
Lambakjöts- grillveisla eftir ána
Hamborgari og franskar
Go Pro Leiga
Vatnsheld einnota myndavél
Skutl til og frá Reykjavík
-
Já þú getur komið með myndavélina þína, hinsvegar ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún pottþétt eyðileggjast.
Því hefur þú þessa möguleika:
Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér (gott er að hafa band með).
Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó
Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó
Þú kaupir plastvasa hjá okkur, sem gerir síman vatnsheldan.
Stundum er hægt að kaupa myndir af okkur, þegar bílstjórinn tekur myndir af ferðinni.
-
Já það er mikilvægt að geta synt ef ské kynni að þú dettur í ánna. 🏊♀️
-
Í Flúðafjör er 11 ára aldurstakmark.
Í Fjölskylduflúðafjör er 8 ára aldurstakmark. Sú ferð er sérstaklega útfærð með börn frá 8-10 ára aldri í huga.
Það er hinsvegar ekki aldursþak, bara að vera heilbrigður og að treysta sér til þess að fara í kalda jökulsá.
-
Já, ef þú getur ekki verið án þeirra. Við mælum með að koma eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.