
Kanó í Hvítá
Kanósigling í gegnum öldur Hvítár
þar sem þú stýrir ferðinni! Einungis fyrir hin hugrökku.
VERÐ
Flúðasigling 28.990 kr.
Viðbótartilboð:
Bættu við borgara, drykk og frönskum +3.490 kr.
Innifalið er:
Flúðasigling niður Hvítá, aðgangur að heita pottum og saunaklefa.
Ferðin er ætluð fyrir 18 ára og eldri
Aldurstakmark
Drumboddsstaði River Base 806, Selfoss
Mæting er 15 mínútum fyrir brottför
STAÐSETNING
daglegar ferðir
klukkan 11:00 og 15:00
Frá maí - sept
Hafið samband ef þið viljið aðra tíma
TÍMALENGD FERÐAR
3 klst. frá Drumboddsstöðum
8 klst. til og frá Reykjavík
Brottfarir
ERFIÐLEIKASTIG
Létt - miðlungs erfiðleikar - mjög aðgengilegt flestum.
Hvítá er 2+ stig af 5 mögulegum.

Ferðalýsing
Sigling í kanó niður Hvítá er mjög skemmtileg dægradvöl en er jafnframt krefjandi. Hér stýrir þú ferðinni sjálf/ur og þú þarft því að finna leið í gegnum öldurnar. Í litlum báti stigmagnast öldurnar og verða að æsispennandi ævintýri. Ferð þessi er einungis fyrir þá sem eru á höttunum eftir adrenalíni, eru í góðu líkamlegu formi og jafnvel með fyrri straumvatnsreynslu.
Hvítá rennur frá Langjökli og er hún áin sem leggur Gullfossi til vatn. Siglingin er í heild 7 kílómetrar en hún tvinnar saman agalegt blautt fjör við falleg gljúfur. Fyrri hluti árinnar er fylltur hasar og þú þarft að hafa þig alla/n svo þú fallir ekki útbyrðis í flúðunum. Að fenginni reynslu þá er líklegt að þér mistakist, og að þú sért skyndilega lentur í hvítu straumvatni í leit að bátnum þínum. Ekki hafa áhyggjur, því leiðsögumenn okkar verða snöggir að aðstoða þig við að komast aftur í bátinn. Heppilegt er að kanóarnir eru uppblásnir og fyllast ekki af vatni.
Í kjölfarið af hasarnum fljótum í gegnum hin fallegu Brúarhlöður. Ef aðstæður leyfa þá bjóðum þeim sem hafa áhuga á að stökkva fram af klettinum. Síðar gefst andrými til þess að njóta fallegs útsýnis sem er aðeins hægt að sjá frá ánni. Við látum þig fá blautgalla svo þú frjósir ekki og björgunarvesti svo þú fljótir í öldunum.
Ferð þessi er okkar mesta fjör, upplifun sem þú munt ekki gleyma! Sjáumst í flúðunum!










Gott að vita
-
Tveggja manna kanóferð niður Hvítá með þjálfuðu öryggisteymi.
Allur mikilvægur búnaður, blautgalli, björgunarvesti, neofren skór, hjálmur og ár.
Fljótandi heimsókn í gegnum Brúarhlöður
Sauna, heitir pottar og sturta til að hlýja sér eftir ferðina
-
Hlýja ullar- eða flíspeysu, ullarnærföt (föðurland) til að vera í undir blautgallanum og hlýja ullarsokka. Þetta gæti allt blotnað á meðan ferðinni stendur. Við mælum ekki með því að klæðast bómullarfötum því þau halda ekki á þér hita ef þú blotnar.
Sundföt til að vera í undir neofren buxunum á ánni og í sánunni!
Föt til skiptana
-
Það þarf að mæta á Drumboddsstaði a.m.k. 15 mínútum fyrir áætlaða brottför á svo við höfum tíma til að fara yfir mikilvæg öryggisatriði og klæða okkur upp fyrir ferðina.
Þú getur greitt aukalega og bókað skutl til og frá Reykjavík frá fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Þá fer heildartíma ferðarinnar upp í átta klukkustundir með skutlinu.
Aldurstakmarkið í kanó ferðina er 18 ár.
-
Drumbó eru höfuðstöðvar okkar þar sem allar flúðasiglingar hefjast. Þar finnur þú:
Búningsherbergi
Sturtur
Heitir pottar
Sána
Bar og kaffihús
Veitingastaða
-
Lambagrill eftir ána - 5.690 kr.
Hamborgari og franskar eftir ána - 3.490 kr.
Go Pro Leiga- 3.990 kr.
Vatnsheld einnota myndavél - 4.990 kr.
-
Já þú getur komið með myndavélina þína, hinsvegar ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún pottþétt eyðileggjast.
Því hefur þú þessa möguleika:
Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér (gott er að hafa band með).
Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó
Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó
Þú kaupir plastvasa hjá okkur, sem gerir síman vatnsheldan.
Stundum er hægt að kaupa myndir af okkur, þegar bílstjórinn tekur myndir af ferðinni.
-
Já það er mikilvægt að geta synt ef ské kynni að þú dettur í ánna. 🏊♀️
-
Í Kanó í Hvítá er 18 ára aldurstakmark.
-
Já, ef þú getur ekki verið án þeirra. Við mælum með að koma eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.