Gæsun og steggjun á Drumbó
Fullkomin viðbót í dagskrá gæsa og steggja 🥳
Ævintýri, heitir pottar, sauna, grill, veitingastaður og bar.
💰 Verð
18.990 kr. fyrir flúðasiglingu með mat & drykk
🛶 Hvað er innifalið?
🌊 Flúðasigling niður Hvítá
🍔 Borgari + Franskar + kaldur bjór
♨ Heitir pottar + sauna
📍 Staðsetning
Mæting er 15 mínútum fyrir brottför á Drumboddsstaði. Hægt er að bæta við fari.
😌 Erfiðleikastig
Létt - miðlungs erfiðleikar - mjög aðgengilegt flestum. Hvítá er 2+ stigs á, af 5 stigum mögulegum.
🛫 Brottfarir
Daglega klukkan 11:00 og 15:00 frá maí og út september.
⏳ Lengd ferðar
2,5-3 klukkutímar frá Drumboddsstöðum. 6-7 klukkustundir með skutli til og frá Reykjavík. Hafa þarf samband til að bóka far frá Reykjavík sérstaklega fyrir gæsun og steggjun.
✍️ Ferðalýsing
Einfaldaðu skipulagið fyrir hópinn og skellið ykkur í flúðasiglingu niður Hvítá. Innifalið er matur + drykkur og aðgangur að heitum pottum + sauna.
-
Ferðin sjálf
Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna.
-
Flúðasiglingar frá 1985
Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg. Hún lofar alltaf góðu fjöri en fátt er skemmtilegra eða meira hressandi en að sigla niður flúðirnar yfir sumartímann í góðum hópi og fíling! Siglingin hentar flestum aldurshópum og ekki er gerð krafa um fyrri siglingareynslu. Ferðin er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri og reyna á brosvöðvana!
-
Heitir pottar, sauna og veitingar
Drumboddsstaðir bjóða ekki einungis upp á flúðasiglingar. Á staðnum er að finna heita potta, sauna-klefa, veitingastað og bar. Við erum nýbúin að endurnýja búningsklefa og bæta við heilli viðbyggingu.
Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar. Gæsun og steggjun fylgir borgaramáltíð (í boði án dýraafurða 🌿) með frönskum og bjór.
Gott að vita
-
🌊 Flúðasigling niður Hvítá með sérþjálfuðum leiðsögumanni.
🍔 Borgari og bjór (í boði án dýraafurða)
🤿 Allur mikilvægur búnaður, blautgalli, björgunarvesti, neofren skór, hjálmur og ár.
🌁 Fljótandi heimsókn í gegnum Brúarhlöð
♨ Sána og sturta til að hlýja sér eftir ferðina
🥳 Upplifun í litlum hóp. Einungis 8-10 farþegar í hverjum flúðabát
-
Hlýja ullar- eða flíspeysu, ullarnærföt (föðurland) til að vera í undir blautgallanum og hlýja ullarsokka. Þetta gæti allt blotnað á meðan á ferðinni stendur. Við mælum ekki með því að klæðast bómullarfötum því þau halda ekki á þér hita ef þú blotnar.
Sundföt til að vera í undir neofren buxunum á ánni og í sánunni!
Föt til skiptana
-
Það þarf að mæta á Drumboddsstaði að minnstakosti 15 mínútum fyrir áætlaða brottför svo við höfum tíma til að fara yfir mikilvæg öryggisatriði og klæða okkur upp fyrir ferðina. Þið þurfið að vera alsgáð í siglingunni til að gæta öryggis. Þið fáið ykkur bjór í pottinum eftir ferðina 😉
Þú getur greitt aukalega og bókað skutl til og frá Reykjavík frá fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Þá fer heildartíma ferðarinnar upp í 7 klukkustundir með skutlinu.
-
Drumbó (Drumboddsstaðir) eru höfuðstöðvar okkar þar sem allar flúðasiglingar hefjast.
Þar finnur þú:
Búningsherbergi
Sturtur
Heitir pottar
Sauna
Bar og kaffihús
Veitingastað -
Lambakjöts- grillveisla eftir ána +2000 kr.
Go Pro Leiga- 3.990 kr.
Vatnsheld einnota myndavél - 3.990 kr.
Skutl til og frá Reykjavík - 7.000 kr.
Spurt & svarað
-
Já þú getur komið með myndavélina þína, hinsvegar ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún pottþétt eyðileggjast.
Því hefur þú þrjá möguleika:
Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér.
Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó
Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó
-
Já 🏊♀️
-
Í Flúðafjör er 11 ára aldurstakmark.
Í Fjölskylduflúðafjör er 8 ára aldurstakmark. Sú ferð er sérstaklega útfærð með börn frá 8 ára aldri í huga.
Það er hinsvegar ekki aldursþak, bara að vera heilbrigður og að treysta sér til þess að fara í kalda jökulsá.
-
Já, ef þú getur ekki verið án þeirra. Við mælum með að koma eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.
-
Það er krafa um að vera alsgáð/ur í ánni og þess vegna hentar morgunferðin okkar (klukkan 11:00) einstaklega vel fyrir gæsun og steggjun.