Sígild og skemmtileg flúðasigling niður Hvítá sem fléttar saman fjöri og náttúrufegurð.

Allir í bátana!

Flúðaskólafjör

Hafið samband til að fá tilboð í ferð og ef þið viljið bæta við mat í pakkann.

VERÐ

Aldurstakmark

Ferðin er ætluð fyrir 11 ára og eldri

STAÐSETNING

Drumboddsstaði River Base, 806 Selfoss
Mæting er 15 mínútum fyrir brottför

Brottfarir

daglegar ferðir
klukkan 11:00 og 15:00
Frá maí - sept

Hafið samband ef þið viljið aðra tíma

TÍMALENGD FERÐAR
3 klst. frá Drumboddsstöðum
8 klst. til og frá Reykjavík

Létt - miðlungs erfiðleikar - mjög aðgengilegt flestum.

Hvítá er 2+ stig af 5 mögulegum.

ERFIÐLEIKASTIG

Skólahópahefðin

Árlega í kringum útskrift 10. bekkjanema siglum við hjá Arctic Rafting með hundruðir nemenda niður Hvítá og endum við á grillveislu á Drumbó. Ferðirnar eru alltaf skemmtilegar, enda er erfitt að finna hressara fólk en 10. bekkinga í fríi og passar áin vel við fjörið. Við hlökkum alltaf til að taka á móti 10. bekkingum enda er þá fyrir víst að sumarið sé að koma.

Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið starfræktar frá árinu 1985 og verið vinsæl afþreying meðal landsmanna. Áin er í senn ævintýraleg og vinaleg og sér alfarið um að halda uppi fjörinu, enda er fátt skemmtilegra né meira hressandi en að sigla niður flúðirnar í góðum hópi og fíling. Við sköffum blautgalla til þess að halda á fólki hita og björgunarvesti til að halda þeim á floti. Ekki er gerð krafa um fyrri siglingarreynslu en sigling niður Hvítá er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri og reyna á brosvöðvana!

Flúðafjörið hefst frá bátahúsinu okkar að Drumboddsstöðum, sem er í 1.5 klst fjarlægð frá Reykjavík, en þaðan keyrum við stutta vegalengd að ánni. Fyrsta flúðin er þar rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar 7 kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við siglum í gegnum hinar undurfögru og margrómuðu bergmyndanir í Brúarhlöðum en á þeim stað, ef aðstæður í ánni leyfa, þá höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna. Svo er nægur tími til að leika leiki, gera grín og synda í ánni en ferðin tekur í heildina 3 klst.

 Sendu okkur bókunarfyrirspurn eða bókaðu þig beint hér fyrir neðan.

Ferðalýsing

Ekki er eftir neinu að bíða, grípið í árina og skellum okkur útí jökulvatnsskvetturnar. Allir í bátana!

  • Ferðin sjálf

    Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna.

  • Flúðasiglingar frá 1985

    Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg. Hún lofar alltaf góðu fjöri en fátt er skemmtilegra eða meira hressandi en að sigla niður flúðirnar yfir sumartímann í góðum hópi og fíling! Siglingin hentar flestum aldurshópum og ekki er gerð krafa um fyrri siglingareynslu. Ferðin er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri og reyna á brosvöðvana!

  • Heitur pottur, sauna og veitingar

    Drumboddsstaðir bjóða ekki einungis upp á flúðasiglingar. Á staðnum er að finna heita potta, sauna-klefa, veitingastað og bar. Við erum nýbúin að endurnýja búningsklefa og bæta við heilli viðbyggingu.

    Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar.

Spurt & svarað

    • Flúðasigling niður Hvítá með sérþjálfuðum leiðsögumanni.

    • Allur mikilvægur búnaður, blautgalli, björgunarvesti, neofren skór, hjálmur og ár.

    • Fljótandi heimsókn í gegnum Brúarhlöður

    • Sána og sturta til að hlýja sér eftir ferðina

    • Upplifun í litlum hóp! Einungis 8-10 farþegar í hverjum flúðabát

    • Hlýja ullar- eða flíspeysu

    • ullarnærföt (föðurland) til að vera í undir blautgallanum og hlýja ullarsokka. Þetta gæti allt blotnað á meðan á ferðinni stendur. Við mælum ekki með því að klæðast bómullarfötum því þau halda ekki á þér hita ef þú blotnar.

    • Sundföt til að vera í undir neofren buxunum á ánni og í sánunni!

    • Föt til skiptana

  • Já þú getur komið með myndavélina þína, hinsvegar ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún pottþétt eyðileggjast.

    Því hefur þú þessa möguleika:

    1. Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér (gott er að hafa band með).

    2. Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó

    3. Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó

    4. Þú kaupir plastvasa hjá okkur, sem gerir síman vatnsheldan.

  • Já það er mikilvægt að geta synt ef ské kynni að þú dettur í ánna.

  • Í Flúðafjör er 11 ára aldurstakmark.

    Í Fjölskylduflúðafjör er 8 ára aldurstakmark. Sú ferð er sérstaklega útfærð með börn frá 8-10 ára aldri í huga.

    Það er hinsvegar ekki aldursþak, bara að vera heilbrigður og að treysta sér til þess að fara í kalda jökulsá.

  • Já, ef þú getur ekki verið án þeirra. Við mælum með að koma með eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.

    • Það þarf að mæta á Drumboddsstaði amk 15 mínútum fyrir áætlaða brottför svo við höfum tíma til að fara yfir mikilvæg öryggisatriði og klæða okkur upp fyrir ferðina.

    • Þú getur greitt aukalega og bókað skutl til og frá Reykjavík frá fyrirfram ákveðnum staðsetningum. Þá fer heildartími ferðarinnar upp í 8 klst. með skutlinu.

    • Þessi ferð hentar börnum sem eru 11 ára og eldri. Ef þú ert á ferð með yngri börnum sem eru sólgin í ævintýri þá eru börn frá 8 ára aldri velkomin í Flúðafjör með Fjölskyldunni með okkur, en sú ferð er farin á sama tíma svo öll fjölskyldan ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er síðan ekkert efra aldurstakmark í ferðina en mikilvægt að vera heilbrigður og treysta sér út í öldur jökulárinnar.

  • Drumbó (Drumboddsstaðir) eru höfuðstöðvar okkar þar sem allar flúðasiglingar hefjast.

    Þar finnur þú:

    • Búningsherbergi

    • Sturtur

    • Sauna

    • Bar og kaffihús

  • Hamborgara grillveisla eftir ána - 2.400 kr

    Go Pro Leiga- 3.990 kr

    Vatnsheld einnota myndavél - 4.990 kr

    Skutl til og frá Reykjavík - 8.000 kr